Fyrsta mót í Norðurlandsmótaröðinni lokið.

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Dalvík sunnudaginn 26.júní.  Golfklúbbur Sauðárkróks ( GSS ) var með 17 keppendur á mótinu sem er mjög glæsilegt og stóðu þau sig öll með mikilli prýði bæði utan vallar sem innan.  Hluti keppenda hafði tekið þátt í golfævintýri sem að haldið var dagana á undan hjá Dalvíkingum.

Nokkrir kylfingar GSS hlutu verðlaun á mótinu.  Ingvi Þór Óskarsson varð í öðru sæti í flokki 17-18 ára eftir að hafa tapað bráðabana um 1. sætið.  Þröstur Kárason tapaði síðan í bráðabana um 3.sætið í flokki 15-16 ára. Matthildur Kemp Guðnadóttir varð í 3.sæti í flokki 14 ára og yngri. William Þór Eðvarðsson sigraði síðan í flokki 12 ára og yngri. Þá varð Viktor Kárason í 2.sæti í byrjendaflokki.  Pálmi Þórsson fékk síðan nándarverðlaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband